Enski boltinn

Dimitar Berbatov bestur í Búlgaríu í sjötta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United.
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United. Mynd/AFP

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, var í gær kosinn besti knattspyrnumaður Búlgaríu í sjötta sinn á ferlinum en hann setti með því nýtt met í þessu árlega kjöri. Berbatov hafði betur en Stilian Petrov hjá Aston Villa og Blagoy Georgiev hjá Terek Grozny sem komu í næstu sætum.

Hinn 28 ára gamli Berbatov hjálpaði Manchester United liðinu við að vinna enska meistaratitilinn þriðja árið í röð og þá varð hann einnig markahæsti landsliðsmaður Búlgaríu frá upphafi með því að skora tvennu á móti Möltu.

„Ég er mjög stoltur af því að vinna þessi verðlaun í sjötta sinn. Síðasta ár gekk mjög vel hjá mér, varð bæði enskur meistari og markahæsti búlgarski landsliðsmaðurinn frá upphafi. Þessi verðlaun kalla fram bros hjá mér," sagði Dimitar Berbatov.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×