Enski boltinn

Mancini blæs á sér hárið fyrir leiki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fagrir lokkar. Mancini er annt um hárið sitt.
Fagrir lokkar. Mancini er annt um hárið sitt.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er þekktur fyrir að beita hárblásarameðferðinni á leikmenn sína þegar hann er ósáttur.

Stjóri hins liðsins í Manchester, Roberto Mancini, notar einnig hárblásara en á annan hátt.

Hann blæs nefnilega á sér hárið fyrir alla leiki enda telur hann skipta máli að líta vel út í vinnunni.

Er hermt að fyrstu kaup hans hjá City hafi ekki verið leikmaður heldur hárblásari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×