AGS: Hagvöxtur 3% á næsta ári Sigríður Mogensen skrifar 4. október 2010 15:00 Mark Flanagan, (t.h) yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi ásamt Franek Rozwadowski. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. Í skýrslunni kemur fram að takmarkanir á fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli í vor og dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán geti hægt á efnahagsbatanum. Dómur Hæstaréttar tefji endurskipulagningu á skuldum heimilanna og geti einnig dregið úr erlendri fjárfestingu hér á landi. Skuldir viðráðanlegar Talið er að skuldir hins opinbera verði komnar niður í 76% af landsframleiðslu árið 2015. Þá er því spáð að erlendar skuldir Íslands verði 280% í lok þessa árs, og verði komnar niður í 190% af landsframleiðslu fyrir árið 2015. Í skýrslu sjóðsins segir að stór hluti af erlendum skuldum landsins tilheyri alþjóðlegum fyrirtækjum með höfuðstöðvar á Íslandi og þau fyrirtæki eigi erlendar eignir og hafi tekjur í erlendri mynt til að standa undir skuldum sínum. Þá segir að erlendar eignir Íslands, þar með talið eignir lífeyrissjóðanna, styrki stöðu landsins. Erlendar skuldir Íslands eru þannig viðráðanlegar og erlend staða landsins ekki úr takti við stöðuna í þeim löndum sem við berum okkur saman við, að mati sendinefndar AGS. Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3% hagvexti á Íslandi á næsta ári og telur að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Spáir sjóðurinn því að tólf mánaða verðbólga verði komin niður fyrir 5% í lok næsta árs. Þetta kemur fram í skýrslu sendinefndar sjóðsins í kjölfar þriðju endurskoðunar á efnahagsáætlun Íslands. Í skýrslunni kemur fram að takmarkanir á fjárfestingu í orkufrekum iðnaði, áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli í vor og dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán geti hægt á efnahagsbatanum. Dómur Hæstaréttar tefji endurskipulagningu á skuldum heimilanna og geti einnig dregið úr erlendri fjárfestingu hér á landi. Skuldir viðráðanlegar Talið er að skuldir hins opinbera verði komnar niður í 76% af landsframleiðslu árið 2015. Þá er því spáð að erlendar skuldir Íslands verði 280% í lok þessa árs, og verði komnar niður í 190% af landsframleiðslu fyrir árið 2015. Í skýrslu sjóðsins segir að stór hluti af erlendum skuldum landsins tilheyri alþjóðlegum fyrirtækjum með höfuðstöðvar á Íslandi og þau fyrirtæki eigi erlendar eignir og hafi tekjur í erlendri mynt til að standa undir skuldum sínum. Þá segir að erlendar eignir Íslands, þar með talið eignir lífeyrissjóðanna, styrki stöðu landsins. Erlendar skuldir Íslands eru þannig viðráðanlegar og erlend staða landsins ekki úr takti við stöðuna í þeim löndum sem við berum okkur saman við, að mati sendinefndar AGS.
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira