Fann níu mjálmandi ketti í kartöflupoka 18. desember 2010 08:30 Níu lifandi kettir fundust í strigapoka í Heiðmörk í fyrradag. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Ekki í fyrsta sinn sem svona er gert. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út,“ segir starfsmaður í Kattholti. Myndin er úr safni. „Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Það er hræðilegt að einhver skuli gera svona," segir Elín G. Folha, starfsmaður í Kattholti. Maður á fertugsaldri fann níu lifandi ketti í stórum kartöflupoka þegar hann var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag. Hundurinn heyrði kettina mjálma og hljóp af stað. Þegar manninn bar að sá hann hvar pokinn lá úti í hrauni og búið að binda fyrir. Augljóst var að lóga átti köttunum með grimmilegri aðferð. Kettirnir eru þriggja mánaða gamlir og upp í eins árs. Maðurinn brást skjótt við, sótti búr í bílinn sinn og tók kettina með sér heim. Í gær hafði hann svo samband við Kattholt og kom fimm þeirra í fóstur. Maðurinn ætlar að reyna að finna hinum köttunum fjórum heimili, annars fara þeir líka í Kattholt. Elín hjá Kattholti segir að kettirnir séu ekki illa hirtir en þeir séu mjög hvekktir. „Dýrin eru rosalega inni í sér. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ein af læðunum er þó farin að koma til. En fressarnir og hinar læðurnar tvær eru ekki nógu góðar. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk." Elín segir að svona mál komi upp nokkrum sinnum á ári. Stundum eru kettirnir sem skildir eru eftir fyrir utan athvarfið nær dauða en lífi. Stundum eru þeir dauðir. „Það er skelfilegt að henda svona dýrum út," segir Elín. Hún segir að starfsmenn Kattholts tilkynni svona mál jafnóðum til Dýraverndarsambandsins en það beri því miður ekki árangur. „Við reynum það sem við getum gert en oftast er bara ekkert hægt að gera. Það veit enginn hver eigandi dýranna er," segir Elín í Kattholti. kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira