Lífið

Taka upp auglýsingu fyrir Yellow Pages hér á landi

Kvimyndateymið sem dregur bandaríska kúnna til að taka upp auglýsingar á Íslandi.
Kvimyndateymið sem dregur bandaríska kúnna til að taka upp auglýsingar á Íslandi.
Íslenska kvikmydadúóið Árni & Kinski eru staddir hér á landi til að taka upp auglýsingu fyrir bandarísku útgáfuna af Gulu Síðunum. Stefán Árni og Siggi Kinski eru báðir búsettir í Bandaríkjunum með fjölskyldum sínum en segjast nýta hvert tækifæri til að koma og taka upp auglýsingar hér heima.

„Við mælum gjarna með því við kúnnana okkar að taka upp á Íslandi. Fyrir nokkrum árum var það frekar erfitt því allt var svo dýrt en nú er öldin önnur. Það eina sem var næstum búið að setja strik í reikninginn var Eyjafjallajökull og eldgosið en kanarnir voru frekar smeykir við það,“ segir Árni og bætir við að það sé nú vonandi búið að róa sig. „Ég meina, það er alltaf verið að taka upp á Hawaii sem er líka eldfjallaeyja og því ástæðulaust að vera hræddur við litlu eyjuna okkar.“

Fyrirtækið Yellow Pages er að halda innreið sína á netmarkaðinn og verður auglýsingin einföld í sniðum og tekin upp í stúdío næstakomandi föstudag. Fyrirtækið True North kemur að tökunum og verða tveir íslenskir leikarar í aðalhlutverkum. Ekki er ennþá búið að festa niður hverjir eiga að leika í auglýsingunni en ljóst er að þeir eiga eftir að verða nokkuð þekkt andlit í Bandaríkjunum enda Yellow Pages mikið notað og vel þekkt fyrirbæri,

„Ég og konan mín ákváðum að koma með dætur okkar og eyða smá tíma hér á landi. Við reynum að koma hingað á sumrin en við erum bæði mikið í hugleiðslu og Ísland kjörið í þesskonar iðkun,“ segir Árni og mælir hiklaust með hugleiðslu.

Kvikmyndateymið Árni & Kinski hefur meðal annars gert auglýsingu fyrir Mercedes Benzbílana og tónlistarmyndbönd við Sigurósarlögin, Gobbledigood, Glósóli og Hoppípolla og myndband fyrir hljómsveitina Travis.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.