Innlent

Seðlabankinn læstur af öryggisástæðum

Stefán telur að mótmælendur séu að fara. Mynd/ Frikki.
Stefán telur að mótmælendur séu að fara. Mynd/ Frikki.

„Mér sýnist að menn séu búnir að segja sitt og séu að fara," segir Stefán Jóhann Stefánsson, starfsmaður Seðlabankans. Dyrum Seðlabankans var lokað í öryggisskini vegna mótmælanna en ekki gripið til frekari aðgerða.

„Vinnudagur er hér með venjubundnu sniði. Við verðum að sjálfsögðu vör við mótmælin fyrir utan, en engar sérstakar ráðstafanir fyrir utan lokun hurðarinnar í öryggisskyni," segir Stefán sem er ritstjóri hjá Seðlabankanum.

Þegar Vísir ræddi við Stefán mátti heyra í háværum lúðrum fyrir utan bankann en mörgum er í fersku minni þegar mótmælendur brutu sér leið inn í bankann veturinn 2008 og neituðu að yfirgefa anddyrið. Þá var Davíð Oddsson Seðlabankastjóri og átti hann frægan fund með Evu Hauksdóttur, mótmælenda, sem framdi gjörning fyrir framan bankann og reisti honum níðstöng.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×