Lífið

Ofuránægð með soninn

Giselle Bunchen segir son sinn vera klósetvanann, en hann er aðeins sjö mánaða gamall.
nordicphotos/getty
Giselle Bunchen segir son sinn vera klósetvanann, en hann er aðeins sjö mánaða gamall. nordicphotos/getty
Ofurfyrirsætan Gisele Bundchen segir sjö mánaða gamlan son sinn, Benjamin, vera orðinn klósetvanann. „Hann hefur mjög reglulegar hægðir, tvisvar á dag, og ég set hann alltaf beint á koppinn. Það er þó örlítið erfiðara að fá hann til að pissa í koppinn,“ sagði hin stolta móðir.

Bunchen segist jafnframt vera svo stolt af syninum að í hvert sinn sem hann hafi gert í koppinn kalli hún á tvíburasystur sína og fái hana til að koma og dást af árangrinum með sér. „Í hvert sinn sem ég kalla á hana segir hún við mig: Ég hef ekki áhuga.“ Fyrirsætan segist einnig ánægð með árangurinn þar sem bleiunotkun hafi slæm áhrif á umhverfið. „Bleiur hafa vond áhrif á náttúruna. Hvert fer allt þetta rusl? Ég hef í rauninni eytt allri ævinni í vinnu og auðvitað vill maður kaupa sér flott og fallegt hús fyrir launin sín. Húsið sem ég bý í er mjög vistvænt og mér finnst mikilvægt að fólk leiti vistvænna lausna í öllu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.