Flokksvél Sjálfstæðisflokksins opnuð Svavar Gestsson skrifar 23. nóvember 2010 06:15 Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í stórmerkri bók sinni um Gunnar Thoroddsen opnar Guðni Jóhannesson margt upp á gátt sem til þessa hefur verið lokað. Eitt er ógnarsterk flokksvél Sjálfstæðisflokksins. Þar er fróðlegt um að litast. Þar segir til dæmis af því að Reykjavík var 1957 skipt í 120 umdæmi og voru 5-10 fulltrúar í hverju umdæmi og voru samtals 654 fulltrúar snemma árs 1957. Þessir fulltrúar skráðu stjórnmálaskoðanir nágranna sinna og voru þær upplýsingar færðar í skrár í Valhöll í höfuðstöðvum flokksins við Suðurgötu. Á vinnustöðum var öflugt trúnaðarmannakerfi og sama ár átti Sjálfstæðisflokkurinn 392 skráða trúnaðarmenn á vinnustöðum í Reykjavík. Þetta ár hafa íbúar Reykjavíkur sennilega verið rétt um 70 þúsund talsins. Þegar kom fram undir 1980 töldu menn í Sjálfstæðisflokknum að þetta kerfi væri gagnslaust en ekki allir: „Sumir vildu leggja þær (merkingarnar) niður en aðrir mölduðu í móinn, meðal annars með þeim rökum að „oft er leitað til flokksskrifstofunnar varðandi upplýsingar (atvinnurk o fl)." Mega það teljast athyglisverð orð." Segir Guðni. Með öðrum orðum, atvinnurekendur hringdu í Sjálfstæðisflokkinn til að gá hvort óhætt væri að ráða viðkomandi einstakling í vinnu. Við ráðningar hjá hernum gilti formúlan 4-4-2, segir í bókinni, það er 4 frá íhaldinu, 4 frá framsókn og 2 kratar. Flokksvél Sjálfstæðisflokksins var ógnarsterk. Hún skipulagði ekki aðeins atkvæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Líka Alþýðuflokkinn svo hann lifði af: Gunnar Thoroddsen skipulagði á laun, væntanlega í samráði við forystusveit flokksins, að allstór hópur sjálfstæðismanna kysi Alþýðuflokkinn í sumarkosningunum 1959. Reyndin varð sú að í Reykjavík fær hann nær 2.000 fleiri atkvæði en í bæjarstjórnarkosningunum árið áður. Gylfi Þ. Gíslason hlaut kosningu og varð eini kjördæmakjörni þingmaðurinn í sínum flokki. Og fyrir kosningarnar 1958 handsalar Gunnar við Magnús Ástmarsson að hann yrði til taks í nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum undir forystu Gunnars - ef þyrfti. Sem þurfti svo ekki af því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk tíu menn en sósíalistar kölluðu Magnús samt alltaf Magnús ellefta. Á laun lét Bjarni Benediktsson skipuleggja um þúsund manna lið traustra sjálfstæðismanna sem gætu myndað órofa vegg á Reykjavíkur(?)- flugvellinum og þannig komið í veg fyrir að verkfallsverðir trufluðu flugferðir: Löglega boðað verkfall átti að brjóta á bak aftur með ólöglegu liði. Þetta eru upplýsingar um ógnartíð kalda stríðsins. Það þarf að skrifa meira um þessa tíma. En Guðni á þakkir skildar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun