Miðbaugsmaddaman: Kaupa vændi fyrir syni sína 24. nóvember 2010 09:00 Catalina Ncogo segir íslenska feður hafa keypt fyrstu kynlífsreynsluna handa ungum sonum sínum hjá vændiskonum. Þetta kemur fram í bókinni Hið dökka man eftir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarin Þórarinsson sem kemur út á föstudag. „Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Íslenskir kúnnar eru allt öðruvísi en viðskiptavinir í öðrum heimshlutum. Þeir eru auðveldir og koma vel fram við mann. Margir þeirra eru bara einmana og hafa jafnvel misst eiginkonu sína. Þeir þrá snertingu og vináttu,“ segir Catalina Mikue Ncoco í bókinni Hið dökka man – saga Catalinu, sem kemur út á föstudaginn. Catalina situr í kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún afplánar þungan dóm, rúm fimm ár, meðal annars fyrir hórmang en hún rak á árunum 2006 til 2009 umfangsmikla vændisstarfsemi á Íslandi. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þeir segjast marga fjöruna hafa sopið en… „svo afdráttarlaust lýsir Catalina skoðunum sínum og reynslu að oftar en ekki sátum við gapandi þegar hún sagði frá. Meðal ótal margs sem kemur á óvart er að dæmi eru um að feður sæki til vændiskvenna og kaupa vændi fyrir unga syni sína,“ segir Jakob. Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson „Feður unglingsstráka væru eitthvað leiðir yfir því, að drengirnir væru ekki farnir að hitta stelpur og stunda kynlíf. Þeir komu þá með strákana til okkar og keyptu fyrstu kynlífsreynsluna handa þeim. Þetta var hluti af þjónustu okkar. Þá sat pabbinn frammi í stofu á meðan ég stundaði kynlíf með syninum. Strákarnir ánetjuðust vændinu eins og aðrir karlar og komu aftur. Þetta var auðfengið fé og auðveld vinna vegna þess, að þeir voru óreyndir og fengu það undir eins,“ segir í bókinni. Þegar Catalina kom undir sig fótunum var vændisbransinn á Íslandi óskipulagður. Lýsingar Catalinu á samskiptum sínum við íslenska karlmenn bera þess merki, en eru þeim mjög í hag. „Já, burtséð frá því hvað fólki finnst um kaup þeirra á þessari þjónustu – sem vel að merkja er refsiverð, þá held ég að vér íslenskir karlmenn megum vel við una í þrengsta skilningi, segir Jakob og vísar í bókina: „Íslenskir karlmenn nota margir Viagra og þá ekki aðeins þeir eldri. Annars er merkilegt að þeir eru flestir góðir í rúminu, burtséð frá aldri, alveg frá 17–18 ára og upp úr. … Íslenskir karlmenn eru góðir elskhugar og þegar maður heillast af einhverjum er hægt að hafa meiri nánd í kynlífinu þótt greitt sé fyrir það,“ segir í bókinni. Hið dökka man - ævisaga Catalina Mikue Ncogo - bókarkápa Jakob segir fátt vanta upp á ánægju Catalinu með íslenska karlmenn. „Já, ólíkt hefst fólk að. Miklar spekúlasjónir hafa verið um hvort Catalina muni ekki birta lista yfir viðskiptavini sína í bókinni. Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að henni. Henni þykir vænt um sína viðskiptavini sem hún lítur á sem vini sína – hún er í þessu til að gleðja og hún er reið út í dómstóla að dæma þá fyrir það sem hún telur engar sakir,“ segir Jakob. hdm@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira