Viðskipti erlent

Danskir auðmenn eiga allt að 100 milljarða í Sviss

Danskir auðmenn geyma stóra hluta af auðæfum sínum á bankareikningum í Sviss.

Í frétt um málið í blaðinu Jyllands Posten segir að danski skatturinn sé nú að rannsaka um hve háar fjárhæðir er að ræða.

Samkvæmt opinberum tölum, sem eru vaxtagreiðslur af þessum upphæðum sem gefnar eru upp til skatts, námu innistæðurnar allt að 5,7 milljörðum danskra króna eða vel yfir 100 milljörðum króna í fyrra.

Næst á eftir Sviss kemur svo Luxemborg sem vinsælt land hjá Dönum til að geyma fé sitt. Bæði löndin eiga það sammerkt að þau gefa ekki út upplýsingar um bankainnistæður vegna laga um bankaleynd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×