Lífið

Megan Fox í mínus yfir eigin ummælum

Megan Fox skartar húðflúri með þekktri línu úr Lér konungi eftir Shakespeare á öxlinni. Kannski það bendi til þess að hún viti vel hvað hún lætur út úr sér?
Megan Fox skartar húðflúri með þekktri línu úr Lér konungi eftir Shakespeare á öxlinni. Kannski það bendi til þess að hún viti vel hvað hún lætur út úr sér?

Leikkonan Megan Fox hefur misst margt kjánalegt út úr sér í viðtölum síðustu árin. Í nýju viðtali heldur hún því fram að þessi ummæli hafi flest verið vel ígrunduð.

„Ég hef verið treg til þess að deila nokkru um mig með fólki. Þess vegna ákvað ég að segja ákveðna hluti til að afvegaleiða fólk og fá það til að halda eitthvað allt annað um mig. Með þessu hef ég á minn hátt aðstoðað fjölmiðlana við að draga upp ranga mynd af þeirri persónu sem ég er í raun og veru, og ég sé stundum eftir því," sagði leikkonan fagra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.