Fækkað um 1.240 á einu ári 18. ágúst 2010 04:00 Landsmönnum fækkaði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverður hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent. Landsmenn voru 318.006 1. júlí 2010 en voru 319.246 ári fyrr. Íbúum á landinu fækkaði því um 1.240 á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Íbúum fækkaði í öllum landshlutum nema Norðurlandi-eystra á tímabilinu. Þar fjölgaði íbúum um 103 eða 0,4 prósent. Mest var fækkunin á Suðurnesjum eða 1,6 prósent en á Suðurlandi og á Vestfjörðum fækkaði íbúum um 1,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum um 248 milli ára eða 0,1 prósent. Þar búa nú 63,6 prósent þjóðarinnar. Í Reykjavík fækkaði íbúum um 533 og í Hafnarfirði um 172 en í Kópavogi fjölgaði íbúum um 151 milli ára. Íslendingar eru vel í sveit settir hvað varðar heimildir um mannfjölda, en til þessara heimilda teljast manntöl og kirkjubækur, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þannig telst elsta íslenska manntalið, sem unnið var upp úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, vera fyrsta heildarmanntalið í heiminum. Fram til ársins 1888 var fólksfækkun síður en svo óalgeng á Íslandi og höfðu farsóttir, veðurfar og hamfarir mest um það að segja að ógleymdum Vesturferðunum á seinni hluta 19. aldar.- mþl Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Landsmönnum fækkaði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverður hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent. Landsmenn voru 318.006 1. júlí 2010 en voru 319.246 ári fyrr. Íbúum á landinu fækkaði því um 1.240 á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Íbúum fækkaði í öllum landshlutum nema Norðurlandi-eystra á tímabilinu. Þar fjölgaði íbúum um 103 eða 0,4 prósent. Mest var fækkunin á Suðurnesjum eða 1,6 prósent en á Suðurlandi og á Vestfjörðum fækkaði íbúum um 1,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum um 248 milli ára eða 0,1 prósent. Þar búa nú 63,6 prósent þjóðarinnar. Í Reykjavík fækkaði íbúum um 533 og í Hafnarfirði um 172 en í Kópavogi fjölgaði íbúum um 151 milli ára. Íslendingar eru vel í sveit settir hvað varðar heimildir um mannfjölda, en til þessara heimilda teljast manntöl og kirkjubækur, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þannig telst elsta íslenska manntalið, sem unnið var upp úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703, vera fyrsta heildarmanntalið í heiminum. Fram til ársins 1888 var fólksfækkun síður en svo óalgeng á Íslandi og höfðu farsóttir, veðurfar og hamfarir mest um það að segja að ógleymdum Vesturferðunum á seinni hluta 19. aldar.- mþl
Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira