Ekkert alltof spenntir fyrir hugmyndum AGS um skuldahámark Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 12:00 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. Ekkert hámark er í gildandi lögum um hversu mikið sveitarfélög geta skuldsett sig. Fréttablaðið greinir frá því í dag að vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sé langt komin. Tvær nefndir á vegum ríkisins séu starfandi til að endurskoða sveitarstjórnarlögin. Á önnur nefndin að skila tillögum í formi frumvarps til samgönguráðherra í haust, en samkvæmt heimildum blaðsins verður þar lagt til þak á skuldsetningu sveitarfélaga. Vilja sérfræðingar að skuldir sveitarfélaga verði skilgreindar rúmt, þ.e undir þær falli bæði skuldir A-hluta og B-hluta sveitarfélaga, en undir B-hluta reksturs sveitarfélaga hafa fallið skuldir dótturfélaga þeirra, t.d falla skuldir Orkuveitunnar undir B-hluta Reykjavíkurborgar. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er með skattfé fellur undir A-hluta, eins og öll almenn þjónusta við íbúa o.fl. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að gera verði greinarmun á A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. „Það þarf að skoða það að í B-hluta hjá mörgum sveitarfélögum er þetta (hlutfall skulda innsk.blaðam) miklu hærra. Segjum að ef þetta verði sett í 150 prósent þá þarf nokkurra ára aðlögun að því," segir Halldór. Hann segir að þetta sé allt á skoðunarstigi ennþá. Eins og fréttastofa hefur greint frá kemur fram í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda gagnvart AGS að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þær lagabreytingar sem unnið er eftir núna eru því í samræmi við tilmæli AGS. En er þetta ekki löggjöf sem við þurftum fyrir tíu árum síðan? „Það er alveg rétt að það eru til ákveðin vandamál sem svona löggjöf hefði hugsanlega komið í veg fyrir," segir Halldór. Hann segir samt að ef fjárhagsstaða sveitarfélaga sé borin saman við stöðu ríkisins þá komi sveitarfélögin vel út úr þeim samanburði. Tengdar fréttir Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Sérfræðingar sem vinna nýju frumvarpi til sveitarstjórnarlaga vilja að sett verði þak á lántökur þannig að sveitarfélög geti ekki skuldsett sig umfram upphæð sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þetta er í samræmi við tilmæli AGS. Ekkert hámark er í gildandi lögum um hversu mikið sveitarfélög geta skuldsett sig. Fréttablaðið greinir frá því í dag að vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sé langt komin. Tvær nefndir á vegum ríkisins séu starfandi til að endurskoða sveitarstjórnarlögin. Á önnur nefndin að skila tillögum í formi frumvarps til samgönguráðherra í haust, en samkvæmt heimildum blaðsins verður þar lagt til þak á skuldsetningu sveitarfélaga. Vilja sérfræðingar að skuldir sveitarfélaga verði skilgreindar rúmt, þ.e undir þær falli bæði skuldir A-hluta og B-hluta sveitarfélaga, en undir B-hluta reksturs sveitarfélaga hafa fallið skuldir dótturfélaga þeirra, t.d falla skuldir Orkuveitunnar undir B-hluta Reykjavíkurborgar. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er með skattfé fellur undir A-hluta, eins og öll almenn þjónusta við íbúa o.fl. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að gera verði greinarmun á A-hluta og B-hluta í rekstri sveitarfélaga. „Það þarf að skoða það að í B-hluta hjá mörgum sveitarfélögum er þetta (hlutfall skulda innsk.blaðam) miklu hærra. Segjum að ef þetta verði sett í 150 prósent þá þarf nokkurra ára aðlögun að því," segir Halldór. Hann segir að þetta sé allt á skoðunarstigi ennþá. Eins og fréttastofa hefur greint frá kemur fram í viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda gagnvart AGS að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga sem nemur 150 prósentum af árstekjum þeirra. Þær lagabreytingar sem unnið er eftir núna eru því í samræmi við tilmæli AGS. En er þetta ekki löggjöf sem við þurftum fyrir tíu árum síðan? „Það er alveg rétt að það eru til ákveðin vandamál sem svona löggjöf hefði hugsanlega komið í veg fyrir," segir Halldór. Hann segir samt að ef fjárhagsstaða sveitarfélaga sé borin saman við stöðu ríkisins þá komi sveitarfélögin vel út úr þeim samanburði.
Tengdar fréttir Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Dregið úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar Dregið verður úr heimildum sveitarfélaga til skuldsetningar, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarinnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þetta á að setja í lög fyrir áramót, en von er á frumvarpi frá fjármálaráðherra um fjármál sveitarfélaganna á haustþingi. 8. júlí 2010 18:32