Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Besta flokksins. Í tilkynningu frá flokknum segir að jafnframt muni hún gegna stöðu framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Besta flokksins og varaformennsku í flokknum.
„Ráðningu Heiðu er ætlað að skerpa og efla Besta flokkinn sem virkt afl í íslenskum stjórnmálum. Heiða Kristín hefur undanfarna mánuði sinnt starfi aðstoðarmanns borgarstjóra en við því starfi mun taka S. Björn Blöndal, sem hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra Besta flokksins," segir einnig.