Aftengd vatnslögn til borgarlögmanns 7. október 2010 06:00 Hjónin í Perluhvammi Neita að senda umsókn til Orkuveitunnar vegna tengingar við kaldavatnslögn og borga tilheyrandi tengingargjald og annan kostnað. Þau bera vatn í fötum úr Leirvogsá.Fréttablaðið/Vilhelm Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira