Aftengd vatnslögn til borgarlögmanns 7. október 2010 06:00 Hjónin í Perluhvammi Neita að senda umsókn til Orkuveitunnar vegna tengingar við kaldavatnslögn og borga tilheyrandi tengingargjald og annan kostnað. Þau bera vatn í fötum úr Leirvogsá.Fréttablaðið/Vilhelm Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Borgarlögmaður skoðar nú mál fjölskyldunnar sem Orkuveitan aftengdi kalda vatnið hjá í síðustu viku. „Við leituðum til skrifstofu borgarstjóra í þeirri von að Jón Gnarr gæti leyst úr þessu máli. Aðstoðarkona hans sagði að málið væri komið til skoðunar hjá borgarlögmanni, sem myndi gefa umsögn um það innan tíðar," segir Ingibjörg R. Þengilsdóttir, sem býr nú við það ásamt eiginmanni sínum, Jóni Jóhanni Jóhannssyni, og tólf ára syni að hafa ekkert rennandi vatni í íveruhúsi sínu í Perluhvammi á Álfsnesi. Hjónin ætla að byggja einbýlishús á landinu og búa nú til bráðabirgða í vinnuskúr sem þau tengdu við gamla kaldavatnslögn sem tilheyrir lóðinni. Undanfarin ár hafa nemendur Waldorf-skólans komið á land hjónanna til að stunda þar nám í lífsleikni undir leiðsögn kennara sinna. „Það gat nú ekki hafa farið framhjá starfsmönnum Orkuveitunnar að hingað kom á hverjum degi í síðustu viku langferðabíll með um fimmtíu manna hóp. Samt aftengdu þeir vatnið," segir Ingibjörg, sem kveður skólastjóra Waldorf-skólans hafa hringt í lögmann Orkuveitunnar. „Skólastjórinn útskýrði að þessi lokun bitnaði á börnunum. Úr varð að Orkuveitan sendi hópnum um sextíu hálfs lítra brúsa af drykkjarvatni og um tonn af öðru vatni. Það kom að vísu of seint fyrir hópinn því við vorum búinn að bjarga þessu í millitíðinni. En syni mínum finnst þetta vatn æðislegt," segir Ingibjörg. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir fyrirtækinu hafa borist spurnir í síðustu viku af skólahópi sem var á ferð í Perluhvammi. Hópurinn hafi reiknað með að komast í kalt vatn og ekki vitað af vandkvæðum á því. „Því var bjargað," segir Eiríkur Varðandi deiluna sjálfa segir Eiríkur það vera grundvallarsjónarmið að viðskiptavinir eigi að njóta jafnræðis. „Skyldur og réttindi eru býsna glöggt skilgreind í lögum og reglugerð að mati OR, sem telur sig vera að vinna eftir þeim," segir hann og vísar í bréf sem OR sendi lögmanni hjónanna um miðjan september. Þar segir að hús sem tengt hafi verið kaldavatnsheimæð á lóðinni hafi verið fjarlægt og heimæðin síðan aftengd. „Síðar er komið með vinnuskúr inn á lóðina og kaldavatnsæðin endurtengd og vatnstaka hafin. Sú aðgerð, það er að tengja sig inn á kaldavatnslögn og hefja vatnstöku án umsóknar til Orkuveitunnar, er óheimil og breytir þar engu hvort heimæð er í eigu lóðarhafa eða Orkuveitunnar," segir í bréfi fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira