Samvinna um skuldavanda og atvinnu 7. október 2010 06:00 Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu. Enginn stjórnmálamaður vill sjá nokkra fjölskyldu missa heimili sitt á uppboði. Enginn stjórnmálamaður vill sjá íslenskt atvinnulíf í þeim lamasessi sem það er í dag. Þetta er þó sá ömurlegi veruleiki sem við höfum staðið frammi fyrir síðan í október 2008. Síðustu daga hafa fjölmargir tölvupóstar borist til þingmanna. Margir lýsa yfir vantrú sinni á að þingmenn geti yfir höfuð starfað saman. Stjórnvöld standa í einu horninu, stjórnarandstaðan í öðru, hagsmunasamtök atvinnurekenda og launþega í því þriðja og lífeyrissjóðirnir í því fjórða, allir með boxhanskana á lofti. Í miðjunni stendur svo almenningur og á honum dynja höggin úr öllum áttum. Því hafa mjög blendnar tilfinningar bærst í mínu brjósti. Ein af spurningunum sem ég hef spurt mig er hvernig stjórnmálamenn Íslendingar vilja. Viljum við stjórnmálamenn sem segja það hreint út að engin kanína sé í hattinum og að engar töfralausnir séu til? Eða viljum við stjórnmálamenn sem segja okkur það sem við viljum heyra? Það er sannfæring mín að það séu til lausnir en þær eru ekki einfaldar. Almenn skuldaleiðrétting er ekki einföld, en hún er framkvæmanleg. Réttlátur niðurskurður í velferðarkerfinu er ekki einfaldur en hann er framkvæmanlegur. Endurreisn atvinnulífsins er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Sanngjörn skipting byrðanna er ekki einföld en hún er framkvæmanleg. Í ályktun þingmannanefndarinnar voru þingmenn hvattir til að sýna heiðarleika, hugrekki og festu í störfum sínum. Það viljum við Framsóknarmenn gera. Við viljum að tekið verði á skuldavanda heimila og fyrirtækja af festu. Dreifa verður byrðunum og allir verða að axla ábyrgð á vandanum af hugrekki. Ekki bara skuldarar, ekki bara lífeyrisþegar, ekki bara atvinnurekendur og ekki bara launþegar. Heldur við öll. Skilaboð okkar Framsóknarmanna eru því skýr. Við viljum samvinnu um almennar aðgerðir í þágu heimilanna og endurreisn atvinnulífsins. Við erum reiðubúin til samvinnu við hvern þann sem vill takast á við það mikla verkefni með okkur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar