Körfubolti

NBA-deildin: Denver heldur áfram að vinna toppliðin

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carmelo Anthony.
Carmelo Anthony. Nordic photos/AFP

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og nóg um spennu þar sem tveir leikir fóru til að mynda í framlengingu.

Denver hélt sigurgöngu sinni áfram gegn toppliðinum Austurdeildarinnar með 114-105 sigri gegn Boston en Denver hafði áður unnið Cleveland tvisvar og Orlando einu sinni í vetur.

Chauncey Billups var stigahæstur hjá Denver með 26 stig og Carmelo Anthony kom næstur með 23 stig en Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 25 stig.

Denver er sem stendur í öðru sæti Vesturdeildar en þar fast á eftir situr Utah sem vann frækinn 89-93 sigur gegn Portland eftir framlengdan leik. Þá vann Detroit 109-101 sigur gegn San Antonio einnig eftir framlengdan leik.

Úrslitin í nótt:

Denver-Boston 114-105

Detroit-San Antonio 109-101 (eftir framlengingu)

New Jersey-Memphis 94-104

Minnesota-Oklahoma City 107-109

New Orleans-Houston 102-94

Golden State-Atlanta 108-104

Phoenix-Sacramento 104-88

Portland-Utah 89-93 (eftir framlengingu)









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×