Handbolti

Halldór: Dæmigerður leikur fyrir Fram

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon.
Halldór Jóhann Sigfússon. Fréttablaðið
Halldór Jóhann Sigfússon, Akureyringur, var ekki sáttur í leikslok með tap sinna manna í Fram. Akureyri hafði 28-25 sigur á gestunum sem áttu ágætis kafla, en of fáa slíka.

„Þetta er dæmigerður leikur fyrir okkur í vetur. Við eigum góða kafla en þess á milli köstum við þessu frá okkur. Það má segja þetta um fleiri leiki eins og leikinn í kvöld. Við erum alltaf að narta í hælana á andstæðingnum en það vantar herslumuninn að fara einu marki lengra."

„Akureyri var ekki að spila góðan leik í kvöld, langt því frá, og þaðan af síður við. En ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leikjum þá þurfa allir lykilmennirnir að eiga góðan dag en það gerðist ekki í þessum leik."

„Við höfum verið að lenda í meiðslum og það hefur verið erfitt fyrir liðið og hópinn. Það fer vonandi að lagast. En við þurfum að vera skynsamir í okkar leik og við erum að kasta þessum leikjum frá okkur of fljótt. Við erum kannski að fá á okkur fjögur mörk á tveimur mínútum og leikurinn nánast búinn."

„Staða liðsins er bara eins og hún er og hún segir sína sögu. Meðan liðið vinnur ekki leiki fáum við ekki stig, þannig virkar handbolti. Við þurfum bara að girða okkur í brók ef það á ekki illa að fara," sagði Halldór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×