Enski boltinn

Sol Campbell: Eitt ár hjá Arsenal eða tvö hjá Celtic

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sol Campbell stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja á milli eins árs samning við Arsenal og tveggja ára samnings við Celtic í Skotlandi.

Hinn 35 ára gamli Campbell samdi aftur við Arsenal í janúar og stóð sig vel. Hann vill helst gera tveggja ára samning en fær hann ekki hjá Arsenal.

"Ég þarf að tala við Arsene Wenger áður en ég ákveð mig. Ég er með tilboð frá Celtic sem ég er að íhuga alvarlega," segir Campbell.

Hann ætlar að spila í tvö ár í það minnsta á meðal þeirra bestu en hjá Celtic fengi hann að spila mun meira en í Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×