Lífið

Ekki borðið þið herðatré? - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„Allir líta út eins og þeir hafi borðað herðatré."  sagði Eiður á 800 Bar á Selfossi.
„Allir líta út eins og þeir hafi borðað herðatré." sagði Eiður á 800 Bar á Selfossi.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Selfyssinga fagna tveggja ára afmæli 800 Bar sem staðsettur er á Selfossi.

„Að sjálfsögðu voru strákarnir úr Skímó fengnir til að spila," sagði Eiður Birgisson eigandi þegar við spurðum hann út í afmælispartýið.

„Þegar Skímó spila á heimavelli þá er bara eitthvað sem gerist á Selfossi."

„Það er erfitt að lýsa því en það mæta gjörsamlega allir á ball og allir líta út eins og þeir hafi borðað herðatré. Það brosa allir svo mikið og eina leiðin til að fá strákana til að hætta að spila er að slá út rafmagnið á húsinu," sagði Eiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.