Innlent

Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi ekki Magma Energy Sweden

Fulltrúar iðnaðarráðuneytis leiðbeindu ekki eigendum Magma Energy Sweden um stofnun fyrirtækisins, til þess að það gæti á löglegan hátt fjárfest í HS.Orku, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Málið hafi enda ekki verið á forræði iðnaðarráðuneytis, heldur viðskiptaráðuneytis og hafi fulltrúum fyrirtækisins verið gerð grein fyrir því.

Tilefni þessarar yfirlýsingar er að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar hefur óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd Alþingis vegna þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um að iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint kanadíska orkufyrirtækinu Magma Energy um stofnun sænsks dótturfélags, til að uppfylla skilyrði íslenskra laga um fjárfestingu í orkuiðnaði hér á landi. Fundurinn verður væntanlega í dag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×