Innlent

Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar.
Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar.
Löggjöf um erlenda fjárfestingu er meingölluð og hana þarf að endurskoða sem fyrst að mati formanns Iðnaðarnefndar Alþingis. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni segir að Magma málið einkennast af pólitísku uppgjöri á milli stjórnarflokkanna.

Iðnaðarnefnd Alþingis fundaði um Magma-málið í dag að beiðni þingmanns Hreyfingarinnar en margir líta svo á að í málinu kristallist áherslumunur stjórnarflokkanna hvað varðar stóriðju og orkumál.

„Ég tel að þetta mál sé einhverskonar pólitísk upphlaup og uppgjör á milli stjórnarflokkanna. vegna þess að það eru allar ár sem renna í þá átt að það hafi veirð farið að lögum í þessu máli menn geta haft skoðanir á því hvort lögin eigi að vera öðruvísi en það virðist algjörlega hafa verið farið að lögum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar, sagði að loknum fundi nefndarinnar nú síðdegis að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin í tengslum við kaup Magma Energy á HS Orku. Hins vegar sé ljóst að löggjöf um erlenda fjárfestingu sé meingölluð og hana þurfi að endurskoða sem fyrst.

Tryggvi Þór telur óráðlegt að rifta kaupsamningi Magma Energy á HS orku.

„Ef við myndum fara í það að rifta þessu, það er að segja kippa úr sambandi þeim lögum sem voru í gildi þegar þetta var gert, þá myndum við auka enn á þá pólitísku óvissu, sem myndi minnka fjárfestingu hérna, hagvöxt og velferð í landinu myndi minnka til langsframa," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×