Lífið

Hvílir sig á kvikmyndunum

drew barrymore Leikkonan ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu.
drew barrymore Leikkonan ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu.
Leikkonan Drew Barrymore ætlar að taka sér hlé frá kvikmyndabransanum og íhuga sinn gang í lífinu. Hún hefur unnið látlaust undanfarin þrjú ár, leikstýrt sinni fyrstu mynd Whip It! og leikið í myndum á borð við Grey Gardens og He"s Just Not that into You. Núna er hún orðin dauðþreytt og vill taka sér hlé til að ná áttum í lífinu og íhuga næstu skref.

„Ég hef brennt kertið í báða enda í þrjú ár samfleytt og frá því í desember í fyrra gat ég ekki gefið neitt af mér lengur," sagði Barrymore, sem er 35 ára. „Ég hef verið harðákveðin í að lifa lífinu til fullnustu og tekið þátt í alls konar verkefnum en núna þarf ég á hvíld að halda," sagði hún. „Núna hugsa ég um sömu hluti og þegar ég var 15 ára, eins og andleg málefni, hver ég er og hvað mig langar að verða."

Barrymore hefur verið orðuð við marga menn undanfarin ár en frá árinu 2007 hefur hún verið að hitta leikarann Justin Long. Hún lítur enn þá á sig sem einhleypa konu og er ánægð með að vera ekki búin að gifta sig. „Ég er 35 ára og einhleyp ef þú vilt það. Það er ekkert mál. Ég vil ekki festa mig með rangri manneskju."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.