Lífið

Keyrði inn um glugga

Söngvarinn keyrði bifreið sína inn um glugga á búð um helgina og var handtekinn af lögreglunni.
fréttablaðið/getty
Söngvarinn keyrði bifreið sína inn um glugga á búð um helgina og var handtekinn af lögreglunni. fréttablaðið/getty
Söngvarinn George Michael var handtekinn í London um helgina fyrir að keyra bíl sinn inn í ljósmyndabúð. Kappinn var á leið heim frá hátíðarhöldum í tengslum við Gay Parade í London og mun hafa ekið Range Rover-bifreið sinni beint inn um glugga búðarinnar sem er í sömu götu og hann býr. Mun söngvarinn hafa litið taugaveiklaður út þegar hann steig út úr bílnum að sögn vitna á svæðinu.

Michael var handtekinn af lögreglunni, sem grunaði hann um að hafa ekið undir áhrifum en honum var sleppt síðar um nóttina. Var honum gert skylt að mæta fyrir rétt síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.