Lífið

Vill ekki breytast

sting
sting
Tónlistarmanninum Sting er alveg sama þótt sumum finnist hann falskur og pirrandi vegna þess að fáir vita hver hans raunverulegi persónuleiki er. Sting hefur verið duglegur að koma skoðunum sínum á framfæri í gegnum árin. Hann hefur barist fyrir mannréttindum, gegn eyðingu regnskóganna og reynt að fá maríjúana-eiturlyfið lögleitt. Hann veit að sumt fólk getur orðið þreytt á honum en hann hefur ekki í hyggju að breyta um stíl.

„Ég þarf ekki á því að halda að allir elski mig, bara alls ekki,“ sagði Sting. „Sumu fólki finnst ég alltaf vera að þykjast en það þekkir mig ekki í raun og veru. Ég reyni ekki að verja mig sérstaklega mikið. Ég segi frekar: „Ekkert mál. Trúðu bara því sem þú vilt trúa.“ Ég held síðan áfram að lifa lífi mínu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.