Skólastjóri í alþjóðlegum barnaskóla í Kambódíu 21. júlí 2010 12:00 Steinunn Jakobsdóttir starfar sem skólastýra í alþjóðlegum barnaskóla í Kambódíu. Hér er Steinunn, önnur til hægri, ásamt Ernu Eiríksdóttur, sundkennara skólans, öryggisverðinum Dina og skólakokknum Leakna. Mynd/úr einkasafni Steinunn Jakobsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD háskólanum í Dublin síðustu jól og starfar nú sem skólastýra í alþjóðlegum barnaskóla í Phnom Penh í Kambódíu. „Ég dvaldi hér í þrjá mánuði síðasta sumar þegar ég vann að meistaraverkefninu mínu og vann þá á munaðarleysingjaheimili í Phnom Penh. Mér fannst yndislegt að vera hérna þrátt fyrir þessa miklu fáttækt og langaði að koma aftur eftir útskriftina," útskýrir Steinunn, en hún heimsótti landið fyrst fyrir tvemur árum síðan sem ferðalangur og segist strax hafa heillast af bjartsýni og góðvild heimamanna. „Þessi þjóð er búin að ganga í gegnum algjört helvíti á síðustu áratugum en þrátt fyrir það er fólkið alltaf brosandi og alveg sérstaklega elskulegt." Ung bensínsölustúlka í sveitinni rétt utan við Phnom Penh. Í sveitunum er bensínið á tuk-tukana oft selt í pepsíflöskum. Steinunn fékk starfið í Kambodíu eftir starfsviðtal sem fór fram í gegnum samskiptavefinn Skype og mun hún starfa við skólann næsta árið.„Þetta er alþjóðlegur barnaskóli og nemendurnir koma meðal annars frá Frakklandi, Kína, Mongolíu, og Kambódíu. Ég er einskonar framkvæmdarstjóri skólans og er með litla skrifstofu þar sem ég sit og sé um daglegan rekstur skólans og að öll samskipti milli starfsfólksins og foreldranna séu góð," segir Steinunn en ásamt henni starfa tvær aðrar íslenskar konur við skólann og telur Steinunn líklegt að þær séu einu íslensku stúlkurnar í Phnom Penh borg.Vinnudagurinn hefst snemma í Kambodíu og að sögn Steinunnar vaknar borgin til lífsins klukkan fimm á morgnanna og eru börnin mætt í skólann upp úr sjö. „Það getur verið erfitt að rífa sig á fætur en það er dásamlegt að mæta í vinnuna í hóp glaðlegra krakka," segir hún. Aðspurð segist Steinunn hafa mikinn áhuga á að starfa áfram að þróunarverkefnum í Kambódíu og þá helst með börnum. „Ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum og hef mikinn áhuga á að vinna frekar með börnum sem hafa ekki efni á að ganga í skóla eins og þann sem ég er að stýra núna. Hér er mikið af hjálparsamtökum sem vinna mjög þarft starf bæði í þágu barna og kvenna og það væri gaman að fá tækifæri til að vinna með þeim í framtíðinni," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Steinunn Jakobsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD háskólanum í Dublin síðustu jól og starfar nú sem skólastýra í alþjóðlegum barnaskóla í Phnom Penh í Kambódíu. „Ég dvaldi hér í þrjá mánuði síðasta sumar þegar ég vann að meistaraverkefninu mínu og vann þá á munaðarleysingjaheimili í Phnom Penh. Mér fannst yndislegt að vera hérna þrátt fyrir þessa miklu fáttækt og langaði að koma aftur eftir útskriftina," útskýrir Steinunn, en hún heimsótti landið fyrst fyrir tvemur árum síðan sem ferðalangur og segist strax hafa heillast af bjartsýni og góðvild heimamanna. „Þessi þjóð er búin að ganga í gegnum algjört helvíti á síðustu áratugum en þrátt fyrir það er fólkið alltaf brosandi og alveg sérstaklega elskulegt." Ung bensínsölustúlka í sveitinni rétt utan við Phnom Penh. Í sveitunum er bensínið á tuk-tukana oft selt í pepsíflöskum. Steinunn fékk starfið í Kambodíu eftir starfsviðtal sem fór fram í gegnum samskiptavefinn Skype og mun hún starfa við skólann næsta árið.„Þetta er alþjóðlegur barnaskóli og nemendurnir koma meðal annars frá Frakklandi, Kína, Mongolíu, og Kambódíu. Ég er einskonar framkvæmdarstjóri skólans og er með litla skrifstofu þar sem ég sit og sé um daglegan rekstur skólans og að öll samskipti milli starfsfólksins og foreldranna séu góð," segir Steinunn en ásamt henni starfa tvær aðrar íslenskar konur við skólann og telur Steinunn líklegt að þær séu einu íslensku stúlkurnar í Phnom Penh borg.Vinnudagurinn hefst snemma í Kambodíu og að sögn Steinunnar vaknar borgin til lífsins klukkan fimm á morgnanna og eru börnin mætt í skólann upp úr sjö. „Það getur verið erfitt að rífa sig á fætur en það er dásamlegt að mæta í vinnuna í hóp glaðlegra krakka," segir hún. Aðspurð segist Steinunn hafa mikinn áhuga á að starfa áfram að þróunarverkefnum í Kambódíu og þá helst með börnum. „Ég hef mjög gaman af því að vinna með börnum og hef mikinn áhuga á að vinna frekar með börnum sem hafa ekki efni á að ganga í skóla eins og þann sem ég er að stýra núna. Hér er mikið af hjálparsamtökum sem vinna mjög þarft starf bæði í þágu barna og kvenna og það væri gaman að fá tækifæri til að vinna með þeim í framtíðinni," segir hún að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira