Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar 7. desember 2010 21:15 Julian Assange. Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira