Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar 7. desember 2010 21:15 Julian Assange. Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira