Hvernig ástarþríhyrningur leiddi til alþjóðlegrar handtökuskipunar 7. desember 2010 21:15 Julian Assange. Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Svo virðist sem stofnandi Wikileaks, Julian Assange, hafi verið flæktur í furðulegan ástarþríhyrning í Svíþjóð. Breska götublaðið Daily Mail hefur birt umfangsmikla grein á vefnum sínum um meint kynferðibrot Assange. Niðurstaða höfundar greinarinnar er hreinlega sú að ásakanirnar á hendur honum hljómi ósannar. Í greininni er greint frá því þegar Julian var staddur í Svíþjóð í ágúst. Þar kynntist hann konu, sem er lýst sem róttækum feminista. Konurnar sem saka Assange um kynferðisbrot hafa hvorugar komið fram undir nafni. Svo virðist sem Assange hafi átt í ástarsambandi við feministann, sem er kölluð Sara í grein Daily Mail. Á sama tíma átti Assange í ástarsambandi við aðra og yngri konu. Sara virðist hafa komist að ástarsambandi Assange og þeirra yngri, sem blaðið kallar Jessicu. Þá setur blaðið spurningamerki við það að um leið og Sara kemst að ástarsambandinu þá hringir hún í Jessicu þar sem í ljós kemur að þær sváfu báðar hjá Assange án þess að hann notaði verjur, sem er grunvöllur meintra kynferðisafbrota. Konurnar leituðu í kjölfarið til lögreglunnar og enduðu á því að kæra hann fyrir verjuleysið. Þá vildi sú yngri neyða Assange í blóðprufu þar sem hún óttaðist HIV smit. Meðal þess sem greinarhöfundur setur spurningamerki við er að eldri konan skrifaði færslu á vefinn, sem hún fjarlægði síðan, þar sem hún lýsir því í sjö skrefum hvernig skal hefna sín á ótrúum elskhugum. Þar skrifaði hún meðal annars að sviknar konur gætu nýtt lögin til þess að ná sér niður á þeim sem hafa haldið framhjá. Konan reyndi síðan að fjarlægja þessi ummæli af síðunni en svo virðist sem netið hafi haldið þeim til haga og gengur nú færslan manna á milli. Í grunninn virðast konurna saka Julian um að hafa ekki notað smokka þegar hann svaf hjá þeim. Þó svaf hann í það minnsta hjá annarri konunni með smokk. Sú yngri segir hann hafa þvertekið fyrir að nota smokk áður en þau sváfu saman. Erfiðlega hefur gengið að ákæra Julian fyrir brotin. Í fyrstu var ákærunni vísað frá, svo var kært aftur. Þá var handtökuskipunin, sem sænsk yfirvöld sendu út, ónothæf í bresku lagaumhverfi og þurfti því að gefa út nýja handtökuskipun. Í kjölfarið gaf Assange sig fram. Hann vildi fá lausn gegn tryggingagjaldi en breskir dómstólar synjuðu þeirri beiðni. Greinarhöfundur Daily Mail bendir eðlilega á að Julian er ábyrgur fyrir að gríðarlegt magn af viðkvæmum upplýsingum um Bandaríkin hafi lekið út á netið og til helstu fjölmiðla veraldar. Þá hefur Wikileak-síðan sætt þrotlausum tölvuárásum síðan skjölin láku út. Höfundur greinarinnar segir að lokum að eftir því sem maður grennslast frekar fyrir um meint kynferðisafbrot Julians þá efast hann meira um þau. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira