Handbolti

EM: Jóhann Ingi veitir dómurum andlegan stuðning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Jóhann Ingi Gunnarsson.
Jóhann Ingi Gunnarsson.
Jóhann Ingi Gunnarsson íþróttasálfræðingur mun verða dómurum á EM í Noregi og Danmörku innan handar á meðan keppninni stendur.

Hann segir í viðtali á heimasíðu EHF að hann muni gegna svipuðu hlutverki og hann gerði á HM karla í Króatíu árið 2009.

„Ég mun ræða við dómarana, þjálfa þá og styðja. Þetta hefur áhrif á frammistöðu þeirra og hegðun inn á vellinum. Andlega baráttan er hálf orrustan," er haft eftir Jóhanni Inga.

Hann mælir einnig með því að Handknattleikssamband Evrópu tileinki sér samskonar vinnubrögð sem hafa skilað góðum árangri hjá íslensku handboltalandsliðunum.

„Karlalandslið Ísland tekur nú reglulega þátt í stórmótum og konurnar eru nú í úrslitum EM í fyrsta sinn. Þær munu læra af því og festa sig í sessi meðal sterkustu þjóða Evrópu. Það er árangur margra ára grunnvinnu í íþróttinni og við eigum einnig frábært stuðningskerfi," sagði Jóhann Ingi.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×