Viðskipti erlent

Actavis borgar 1,4 milljarða í dómssátt

Actavis Group hf. mun borga að minnsta kosti 12 milljónir dollara eða tæpa 1,4 milljarða kr. til að ganga frá samkomulagi um kröfur á hendur félaginu.

Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að kröfurnar séu tilkomnar vegna þess að Actavis varaði viðskiptavini sína ekki við því að hjartalyf félagsins, Digitek, væri gallað.

Bloomberg hefur þetta eftir heimildum frá fólki sem kunnugt er um samkomulagið. Fréttin er skrifuð af fréttaritara Bloomberg í Delaware í Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×