Erlent

Bankaáhlaup Cantona virðist hafa mistekist

Fáir virðast hafa tekið undir með franska fótboltagoðinu Eric Cantona og tekið peningana sína út úr bönkum í dag. Viðtal við kappann fór eins og eldur í sinu um Netið á dögunum þar sem hann skoraði á fólk um allan heim að sameinast í átakinu í dag 7. desember. Eðlilega vakti málið mesta athygli í Frakklandi og í hádeginu í dag fór lítill hópur fólks í bankann Societe Generale og tók út fé. En holskeflan sem sumir höfðu vonast eftir kom aldrei.

Á Íslandi hafði facebook síða verið opnuð og höfðu nokkur hundruð manns heitið að fylgja ráðum Cantona. Litlum sögum hefur þó farið af efndum, að minnsta kosti virðist stórfellt bankaáhlaup ekki hafa farið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×