Erlent

Grunur um al­var­lega mis­þyrmingu barna

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Meðlimur Lev Tahor í Kanada. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Meðlimur Lev Tahor í Kanada. Myndin tengist fréttinni ekki beint. GETTY/Rick Madonik

160 börnum var bjargað af lögreglu frá gyðingslegum sértrúarsöfnuði í Gvatemala. Yfirvöld grunar að meðlimir söfnuðsins hafi beitt börnin alvarlegu ofbeldi.

Síðastliðinn föstudag réðst lögregla inn á bóndabæ í Oratorio í Gvatemala og tóku með sér 160 börn sem þar voru. Bóndabærinn eru í eigu sértrúarsöfnuðsins Lev Tahor. Meðlimir safnaðarins eru grunaðir um alvarlegra misþyrmingu á börnum, nauðgun og þvingaða meðgöngu. 

Sértúarsöfnuðurinn sætir rannsóknum í fjölda landa. BBC greinir frá

Yfirvöld höfðu áður reynt að athuga með börnin á bóndabænum en þeim meinaður aðgangur. Gert sé ráð fyrir að um fimmtíu fjölskyldur búi þar.

Tveimur dögum seinna, á sunnudag, mættu yfir hundrað fjölskyldumeðlimir barnanna og brutust inn í húsnæðið þar sem börnin voru. Allir fjölskyldumeðlimirnir eru meðlimir í sértrúarsöfnuðinum. 

Lögregla kom börnunum fyrir í rútum og voru þau flutt á brott. 

Lev Tahor sakar yfirvöld í Gvatemala um trúarofsóknir. Samfélag Gyðinga í Gvatemala hefur hins vegar afneitað sértrúarsöfnuðinum.

Sértrúarsöfnuðurinn er þekktur fyrir öfgakenndar stefnur, svo sem barnabrúðkaup og miklar refsingar fyrir minnstu brot.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×