Innlent

Þarf að fylgjast vel með öskufalli

Yfirdýralæknir og Matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem öskunni fylgir. Þá er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns þar sem bæir eru með einkavatnsveitur.

Tekin hafa verið sýni úr neysluvatnslindinni sem fæðir Vestmannaeyjabæ og reyndist vatnið þar í lagi.

Veðurstofan óskar sérstaklega eftir upplýsingum um öskufall frá gosstöðvunum ef þess verður vart. Þetta er mikilvægt vegna ákvarðana varðandi flug innanlands og til og frá landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnanefnd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×