Lífið

Hafði mikið fyrir því að komast í form

Mark Wahlberg æfir til að halda sér í formi en er ekki eins ýktur í lyftingunum eins og áður.
Mark Wahlberg æfir til að halda sér í formi en er ekki eins ýktur í lyftingunum eins og áður.

Leikarinn Mark Wahlberg sem sat eftirminnilega fyrir í Calvin Klein nærfataauglýsingaherferð fyrir nokkrum árum viðurkennir að það er erfitt að halda líkamanum í góðu formi en honum líður best þannig.

Leikarinn, sem er 39 ára gamall, hafði mikið fyrir því hér áður fyrr að lyfta lóðum og hreyfa sig til að komast í besta líkamlega ástandið hverju sinni.

„Þegar ég byrjaði að æfa reyndi ég bókstaflega að lyfta allri líkamsræktarstöðinni. Ég lyfti eins þungum lóðum og ég mögulega gat á hverjum einasta degi. Í dag er ég ekki alveg eins ýktur," sagði Mark í tímaritinu Men's Fitness.

„Ég hef haft mikið fyrir því að komast í þetta líkamlega form þannig að ég get alveg eins lagt eitthvað á mig til að halda því við."

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í morgun. Vertu með í fyrramálið...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.