Hraðahindranir kosta Strætó 350 milljónir 4. júní 2010 06:30 Reynir Jónsson vill sjá færri hraðahindranir á höfuðborgarsvæðinu, en hver og ein tefur ferð strætisvagns um tuttugu sekúndur. Spurður um aðra kosti, svo sem rafbíla, segir hann enn sem komið er best að miða við hybrid-tækni. fréttablaðið/stefán Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Strætó bs. gæti haldið úti þjónustu fyrir hádegi á sunnudögum „og rúmlega það" ef hraðahindranir yrðu fjarlægðar af helstu akstursleiðum vagnanna. Það gæti sparað allt að tíu vagna í akstri. Framkvæmdastjóri Strætós segir þetta og bendir á að hvergi í Skandinavíu séu hraðahindranir á stofnleiðum vagnanna. Ekki hefur verið hægt að taka strætó á höfuðborgarsvæðinu, fyrir hádegi á sunnudögum, síðan í janúar 2009. Framkvæmdastjórinn, Reynir Jónsson, rifjar upp að í ljósi falls krónu og verðbólgu hafi fyrirtækið þá þurft allt að 350 milljónir króna til að halda þjónustu óbreyttri. Sveitarfélögin, sem standa að rekstri Strætós, veittu fyrirtækinu um hundrað milljónir. Strætó var svo sagt að hagræða upp í afganginn. „Okkur hugnast ekki að hafa enga þjónustu á þessum tíma. En við þurftum að standa vörð um þær leiðir sem flestir nýta," segir hann. Spurður nánar um fyrrgreint óhagræði af hraðahindrunum vísar hann í útreikninga um að hver hraðahindrun tefji strætisvagn um sirka tuttugu sekúndur, og kosti eldsneyti. „Þessir sunnudagsmorgnar myndu kosta á bilinu 120 til 140 milljónir á ári. Grófur heildarrekstrarkostnaður vagns er um 35 milljónir," segir hann. Miðað við tafirnar yrði tíu vagna sparnaður af því að hraðahindranir yrðu fjarlægðar, eða um 350 milljónir. „Það er því með ráðum gert að hafa engar hraðahindranir á strætóleiðum í Skandinavíu," segir hann. Mikill eldsneytiskostnaður fylgi því að koma bílum af stað eftir umferðarljós eða hraðahindranir. Því séu til að mynda bílar með blendingstækni, blöndu dísils og rafmagns, góður kostur fyrir Strætó. Þessir bílar nýta raforku, sem þeir búa til þegar bremsað er, í að koma sér af stað aftur. Þegar bíllinn er kominn á ferð tekur dísilakstur við. „Þessir bílar eru aðeins dýrari en venjulegir vagnar en mesta eldsneytiseyðslan og útblásturinn er þegar bíllinn fer af stað. Verðmunurinn næst aftur með eldsneytissparnaðinum." Því meira sem sé af hraðahindrunum, því betur borgi blendingsbílar sig.- kóþ
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira