Enski boltinn

Micah Richards: Mancini getur gert mig að frábærum leikmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards fagnar með félögum sínum í Manchester City.
Micah Richards fagnar með félögum sínum í Manchester City. Mynd/AFP

Varnarmaðurinn Micah Richards skoraði eftirminnilegt mark í 4-1 sigri Manchester City á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn. Richards segir að Roberto Mancini, stjóri liðsins, hafi sagt sér að hann ætli að gera sig að frábærum leikmanni en Richards er aðeins 21 árs gamall.

„Hann sagði mér að ég væri góður leikmaður en ef að ég hlustaði og væri tilbúinn að læra gæti hann gert mig að frábærum leikmanni," sagði Micah Richards á heimasíðu Manchester City.

„Svona orð hvetja mann áfram og ég veit að þetta allt undir mér sjálfum komið. Ég er alltaf að tala um það en ég er ungur enn. Það er stór hluti af leiknum sem lærist aðeins með meiri reynslu og ég er að læra eitthvað á hverjum degi," sagði Richards.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×