Viðskipti erlent

Samkeppniseftirlitið í Sviss rannsakar BMW

Samkeppniseftirlitið í Sviss hefur hafið rannsókn á bílaframleiðandanum BMW. Eftirlitið telur að BMW hafi komið í veg fyrir sölu á BMW bifreiðum til svissneskra ríkisborgara sem búsettir eru á EES svæðinu þar með talið Íslandi.

Í frétt um málið á Reuters segir að samkeppniseftirlitið hafi undir höndum gögn sem sýna að BMW Group hafi bannað evrópskum söluskrifstofum sínum á EES svæðinu að selja nýjar bifreiðar sínar til svissneskra ríkisborgar. Til EES svæðisins teljast ESB, Ísland, Liechtenstein og Noregur.

Talsmaður BMW hefur staðfest að bílaframleiðandinn sé til rannsóknar en vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

Talsmaður samkeppniseftirlitsins segir að hámarkssekt við þessu sé 10% af tekjum BMW í Sviss á undanförnum þremur árum. Talið er að rannsóknin taki eitt til tvö ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×