Erum örugglega sammála 4. nóvember 2010 06:00 „Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg. Hvorug þeirra hefur mótað sér skoðun á því hvað mætti betur fara í stjórnarskránni, en telja að líklega sé fyrir bestu að fólk viti sem minnst þegar það mætir á fundinn. Fréttablaðið/valli Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Á milli Steinunnar Hlífar Guðmundsdóttur og Ingibjargar Tönsberg er 71 ár. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að vera fulltrúar á Þjóðfundinum sem haldinn verður í Laugardalshöllinni um helgina. Steinunn er yngsti þátttakandinn en Ingibjörg sá elsti. Fréttablaðið hitti stöllurnar á heimili Ingibjargar í gær. „Þeir báðu mig að mæta. Ef allir segðu nei, hvað þá? Einhver verður að vinna skítverkin,“ segir Ingibjörg, spurð hvort hún hafi strax verið ákveðin að mæta þegar hún fékk boðið. Ingibjörg varð 89 ára í ágúst. Hún er kennari að mennt en hafði lengst af – í heil 43 ár – atvinnu af nokkru sem hún segir að enginn annar Íslendingur hafi haft að aðalstarfi: að kyngreina hænuunga. „Ég stakk röri í botninn á þeim og kíkti,“ útskýrir Ingibjörg og segir starfskrafta sína hafa verið afar eftirsótta lengi. Hún er enn spræk, er nýlega búin að endurnýja ökuskírteinið sitt til eins árs og starfar við að kenna eldri borgurum handavinnu. Steinunn verður átján ára eftir rúmar tvær vikur og stundar nám á náttúrufræðibraut Verslunarskólans. Hún var upphaflega valin varamaður á þjóðfundinn en fékk kallið þegar aðalmaður hennar forfallaðist. „Og ég sagði bara já. Þetta verður örugglega gott í reynslubankann.“ Þjóðfundinum er ætlað að leggja fyrirhuguðu stjórnlagaþingi til hugmyndir að efni nýrrar stjórnarskrár. Steinunn er aðeins byrjuð að undirbúa sig með því að glugga í kynningarefni fyrir þátttakendur og stjórnarskrána sjálfa. Ingibjörg hefur látið það eiga sig. „Ég hef ekki mátt vera að því,“ segir hún. „En það er annað mál að ég hef alltaf haft dálítinn áhuga á stjórnarskránni.“ Hvorug þeirra hefur hins vegar mótað sér sérstaka skoðun á því hvað það er helst sem þyrfti að breyta – ef nokkuð. Ingibjörg nefnir þó að auðlindir skuli vera eign þjóðarinnar. „Og ég vil algjört sjálfstæði,“ bætir hún við. En telja þær einhverja von til þess að þúsund ólíkir einstaklingar geti komið sér saman um nokkurn hlut? Ingibjörg segist allt eins eiga von á því, enda sé það sniðugt fyrirkomulag að velja fólk af handahófi til slíks samráðs. „Sumir steinþegja allan tímann og aðrir segja eitthvað að gagni, svo tína menn það saman sem er eitthvert vit í,“ segir hún. „Þarna er það fólkið sem fær að segja sína skoðun og það hlýtur að koma eitthvað út úr því,“ segir Steinunn. Við spyrjum þær hvort þær haldi að þær séu mikið til sammála, þrátt fyrir kynslóðabilið. „Ætli það ekki, nokkurn veginn,“ segir Ingibjörg. Steinunn tekur undir það: „Örugglega. Það hlýtur að vera einhver munur en erum við ekki bara að leita eftir því að allir hafi það sem best?“ stigur@frettabladid.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira