Viðskipti erlent

Málsókn gegn Actavis í Bandaríkjunum

Breska lyfjafyrirtækið Shire hefur tilkynnt að dótturfélag þess í Bandaríkjunum hafi höfðað mál gegn Actavis Elizabeth og Actavis Inc. þar í landi. Shire ákærir Actavis fyrir að hafa brotið gegn þremur einkaleyfum sínum á framleiðslu ofvirknilyfsins Intuniv.

Shire sem er þriðji stærsti lyfjaframleiðandi Bretlands höfðar málið fyrir dómstól í Delaware að því er segir í frétt um málið á Dow Jones fréttaveitunni. Virka efnið í Intuniv heitir guanfacine en lyfið fór á markað vestan hafs á síðasta ári. Það er varið af þremur einkaleyfum sem eru í gildi til áranna 2015, 2020 og 2022.

Shire telur að Actavis ætli að framleiða samheitalyf eftir Intuniv áður og setja á markað áður en fyrrgreind einkaleyfi falla úr gildi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×