Körfubolti

Borgarstjórinn í New York: LeBron myndi elska það að búa í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Bloomberg, til hægri, með Boris Johnson, borgarstjóra London.
Michael Bloomberg, til hægri, með Boris Johnson, borgarstjóra London. Mynd/AP
Michael Bloomberg, borgarstjórinn í New York City, lét hafa það eftir sér í dag að ef LeBron James myndi leita ráða hjá honum þá myndi hann gera allt til þess að selja honum þá hugmynd að koma til New York borgar til að spila með annaðhvort New York Knicks eða verðandi Brooklyn Nets (nú New Jersey Nets).

Það verður allt á öðrum endanum í NBA-körfuboltanum þar til að besti leikmaður deildarinnar ákveður hvar hann ætlar að spila í framtíðinni en LeBron James og félagar í Cleveland duttu út fyrir Boston í nótt og félagsskiptamarkaðurinn opnar síðan ekki fyrr en 1. júlí.

Það telja flestir víst að LeBron hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Cleveland og hann hefur verið orðaður við Chicago Bulls, Miami Heat og svo New York liðin, New York Knicks og New Jersey Nets.

„Það er orðrómur um að bæði Knicks og Nets vildu fá hann til sín og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra en það yrði frábært fyrir New York borg ef að hann kæmi hingað," sagði Michael Bloomberg í vikulegum útvarpsþætti sínum.

„Ef hann myndi hringja í mig þá myndi ég reyna allt til að selja honum New York Borg," sagði Michael Bloomberg.

„Ég elska að búa í New York, krakkarnir mínir elska það að búa í New York og ég held að LeBron James myndi einnig elska það að búa í New York enda er stærsta sviðið hér," sagði borgarstjórinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×