Innlent

Öskuhjól á Hvolsvelli

Þessa mynd tók Björn Á. Guðlaugsson í dag.
Þessa mynd tók Björn Á. Guðlaugsson í dag.

Fjölskylda Björns Á. Guðlaugssonar á Hvolsvelli tóku þessa skemmtilegu mynd í dag en öskufallið er búið að vera svo mikið í kringum eldstöðvar Eyjafjallajökuls að íbúar í nágrenninu hafa varla getað farið út.

Reiðhjól lá út í garðinum hjá Birni en þegar hann reisti það við var askan búin að teikna nákvæma eftirmynd þess í grasið.

Öskufallið hefur einnig verið gífurlegt í Vestmannaeyjum í dag. Það minnkaði þó talsvert nú í kvöld. Spáð er öskufalli á suður og suðvesturlandi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×