Enski boltinn

Wayne og Coleen skírðu í kastala í Skotlandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjónin hamingjusömu.
Hjónin hamingjusömu.

Wayne og Coleen Rooney eru loksins búin að skíra son sinn sem var nefndur Kai. Þau fóru alla leið til Skotlands til þess að skíra drenginn síðasta sunnudag. Flogið var heim í þyrlu daginn eftir en Wayne mætti samt of seint á æfingu.

Athöfnin, sem var leynileg, fór fram í gömlum og fallegum kastala.

Það gekk ekki snuðrulaust að skíra drenginn því mikið vetrarríki er í Skotlandi. Það varð fimm tíma seinkun á skírninni þar sem presturinn, kórinn og veitingafólkið festist í sköflum og komst seint á staðinn.

Aðeins tólf nánir ættingjar voru gestir í skírninni og þau eru sögð hafa drepið tímann á barnum þar sem þau drukku rándýrt kampavín.

Wayne og Coleen fóru aftur á móti út að leika sér á milli þess sem þau létu vel að öðru. Parið greinilega búið að sættast eftir að upp komst um Rooney sem sængaði hjá vændiskonum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×