Lífið

Það borgar sig að vera Jóhannsson

Óli G. er að vonum ánægður með hversu vel opnunin á sýningunni hans gekk. Fréttablaðið/teitur
Óli G. er að vonum ánægður með hversu vel opnunin á sýningunni hans gekk. Fréttablaðið/teitur

„Þetta var klikkað! Þetta gekk alveg rosalega vel," segir listamaðurinn Óli G. Jóhannsson, sem hefur opnað sýningu sína í Opera gallerí í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu.

Óli G. var staddur í Seúl þegar Fréttablaðið náði í hann. Hann sló í gegn þegar hann opnaði sýningu sína í Suður-Kóreu í vikunni og seldi fjölmörg verk. En varð hann ríkur á einu kvöldi? „Við skulum segja að gærkveldið hafi gengið mjög vel fyrir fátækan Íslending," segir Óli. „Það var mikil aðsókn á sýninguna mína í gær og var það alveg frábært. Það er mikill áhugi á myndlist og þá aðallega málverkum hér í Suður-Kóreu og svo virðist sem mín list sé að virka."

Óli hélt fyrstu sýninguna sína árið 1973 og hefur síðan þá haldið reglulega sýningar, bæði hér heima og erlendis. Opera gallerí bauð Óla að opna sína sýningu eftir að sýningu Damiens Hirt lauk á dögunum. Málverk eftir Óla var einnig valið inn á tíu ára afmælissýningu Opera gallerí í New York. Þar er hann þess heiðurs aðnjótandi að verk hans stendur á móti verki eftir Jackson Pollock.

Ólafur er með sérstaka kenningu um velgengnina í Suður-Kóeru. „Ég held að það aðstoði mig mikið að vera Jóhannsson," segir hann. „Heimurinn tengir mig við Kristján Jóhannsson óperusöngvara, Barða í Bang Gang og Jóhann Jóhannsson." - ls








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.