Bruno Senna vill sanna sig 17. september 2010 12:48 Bruno Senna er sviplíkur frænda sínum, Ayrton heitnum Senna. Mynd: Getty Images Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Bruno Senna er frændi Ayrtons heitins Senna, sem er einn allra dáðasti Formúlu 1 ökumaður allra tíma, en hann lést í slysi á Imola brautinni árið 1994. Þegar Bruno vildi í Formúlu 1 áttu margir von á því að erfitt yrði fyrir hann að standa undir Senna nafninu. En Bruno hefur verið hjá nýju liði Hispania sem hefur ekki gengið vel á árinu og hann hefur því ekki fengið eins mikla athygli og fjölmargir aðrir ökumenn sem eru í titilslagnum. Bruno hefur sýnt þolinmæði en þegar hann var lítil gutti taldi Ayrton frændi hans Bruno hæfileikaríkan ökumann í kart kappakstri. Eftir að Ayrton lést vildi móðir Brunos ekki að hann væri í akstursíþróttum og liðu mörg ár þangað til að hann gat keyrt í kappakstri á ný. "Það er mikilvægt fyrir mig að hugsa ekki um núverandi árangur, heldur horfa til framtíðar. Ég veit að ef ég stend mig vel, betur en liðsfélaginn þá fæ ég tækifæri á að vera áfram í Formúlu 1 áfram", sagði Senna í spjalli við autosport.com. Bruno telur að hann hafi sýnt góðan akstur í tímatökum, sem engin taki eftir þar sem lítið fari fyrir liðinu. Nokkur umræða hefur verið um fjárhagsörðugleika Hispania liðsins, en Georg Kolles sem stýrir liðinu segir að sum önnur lið séu í verri málum og Hispania liðið klári tímabilið. "Ég er að læra margt á þessu ári. Erfiðleikar hjálpa manni að vaxa og verða sterkari. Liðið er að skipuleggja næsta ár og undirbúa hönnun nýs bíls, sem byggir á þeim sem er verið að nota. Ég held að þetta ár verði í lagi í ár og liðið verði á næsta ári", sagði Senna. "Hvað þetta ár varðar veit ég að ég verð um borð í bílnum þar til í Abu Dhabi (lokamótinu). Fyrsti kostur minn væri að vera áfram hjá liðinu á næsta ári, en það er ekki klárt. Það er ekki búið að ræða það almennilega", sagði Bruno. Hann kvaðst í viðræðum við aðra aðila og málin í ágætum farvegi, en markmiðið sé að standa sig vel á þessu ári til að sýna að hann geti ekið samkeppnisfærum bíl.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira