Árekstur Hamilton dýrkeyptur í stigamótinu 27. september 2010 09:01 Lewis Hamilton var funheitur eftir áreksturinn í gær, en róaðist að lokum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber. Webber er 11 stigum á undan Alonso, en Hamilton er 20 stigum á eftir, en var 5 stigum á eftir Webber fyrir keppnina í gær. "Það er enn fjögur mót eftir og ég er 20 stigum á eftir Mark. Það er ekki útilokað að brúa bilið. Ég verð að setja undir mig hausinn og vona það besta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Ég ætla ekki að hugsa sérstaklega um titilinn, heldur reyna njóta tímabilsins. Það sem gerist, gerist, en ég mun berjast til loka. Það er það eina sem ég kann." "Ég veit ekki hvað gerðist á milli mín og Mark. Ég sá hann gera mistök og komst framúr. Það næsta sem ég veit er að hann rakst utan í mig, þó ég hafi reynt að skilja eftir pláss fyrir hann í beygjunni. Ég fór framúr honum utanvert." "Ég taldi að ég væri kominn nógu langt framúr, bremsaði og beygði. Það sprakk dekk hjá mér við samstuðið og þá var þetta búið. Svona er kappakstur", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton varð fyrir áfalli í öðru Formúlu 1 mótinu í röð. Hann féll úr leik í Singapúr í gær eftir samstuð við Mark Webber, en þeir voru í efstu sætunum tveimur í stigamótinu fyrir keppnina. Fernando Alonso sem vann í gær er núna kominn í annað sætið á eftir Webber. Webber er 11 stigum á undan Alonso, en Hamilton er 20 stigum á eftir, en var 5 stigum á eftir Webber fyrir keppnina í gær. "Það er enn fjögur mót eftir og ég er 20 stigum á eftir Mark. Það er ekki útilokað að brúa bilið. Ég verð að setja undir mig hausinn og vona það besta", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Ég ætla ekki að hugsa sérstaklega um titilinn, heldur reyna njóta tímabilsins. Það sem gerist, gerist, en ég mun berjast til loka. Það er það eina sem ég kann." "Ég veit ekki hvað gerðist á milli mín og Mark. Ég sá hann gera mistök og komst framúr. Það næsta sem ég veit er að hann rakst utan í mig, þó ég hafi reynt að skilja eftir pláss fyrir hann í beygjunni. Ég fór framúr honum utanvert." "Ég taldi að ég væri kominn nógu langt framúr, bremsaði og beygði. Það sprakk dekk hjá mér við samstuðið og þá var þetta búið. Svona er kappakstur", sagði Hamilton. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira