Freyja Haraldsdóttir hlaut í gær viðurkenningu úr minningarsjóði Ásgeirs S. Björnssonar fyrir lokaverkefni sitt í BA-námi í þroskaþjálfarafræði.
Lokaverkefni Freyju fjallar um fötluð börn fram til þriggja ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Markmið rannsóknar hennar var að öðlast skilning á upplifun og reynslu foreldra ungra fatlaðra barna af þjónustu, viðhorfum og vinnubrögðum fagfólks.
Freyja er með meðfæddan beinasjúkdóm sem gerir bein hennar afar brothætt, og gaf, ásamt Ölmu Guðmundsdóttur, út bókina Postulín árið 2007. - bj