Lífið

Bíða í tjaldi eftir frumsýningu Twilight

Eclipse er þriðja Twilight-myndin af fjórum. Bækurnar hafa selst í ríflega 100 milljónum eintaka á 40 tungumálum.
Eclipse er þriðja Twilight-myndin af fjórum. Bækurnar hafa selst í ríflega 100 milljónum eintaka á 40 tungumálum. Myndir/AP

Hátt í þúsund manns hafa nú komið sér fyrir í tjaldborg fyrir utan Nokia-kvikmyndahúsið í Los Angeles þar sem þriðja myndin í Twilight-flokknum vinsæla verður frumsýnd á fimmtudaginn.

Þetta fólk er þó ekki að bíða eftir því að sjá myndina sjálfa heldur stjörnurnar sem leika í henni en þær munu ganga rauða dregilinn fyrir utan kvikmyndahúsið eftir tvo og hálfan sólahring. Þarna er komið lítið þorp þar sem aðdáendur myndanna og leikaranna ætla að hafast við þar til að sýningunni kemur.

Búast má við miklum öskrum og látum á frumsýningunni enda hafa unglingar út um allan heim tekið ástfóstri við leikarana í Twilight.

Þessi heldur upp á vampíruna Edward Cullen en aðdáendur skiptast oft á að halda upp á hann eða varúlfinn Jacob Black.

Öryggisgæsla er mikil í kringum aðdáendurna en vegna þessa mikla áhuga hafa tónlistaratriði og önnur skemmtun verið undirbúin fyrir þá.

Þriðja Twilight-myndin, Twilight: Eclipse, verður síðan tekin til sýninga út um öll Bandaríkin 30. júní. Sama dag hefjast sýningar hér á landi. Hvort einhver nennir að tjalda fyrir utan Sambíóin verður að koma í ljós.

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.