Ráðherrann leiðréttur aftur Gústaf Adolf Skúlason skrifar 1. júlí 2010 06:30 Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðuneytið sendi frá sér frétt á dögunum í tilefni útgáfu reglugerðar um brennisteinsvetni í andrúmslofti leituðu tilteknir fjölmiðlar álits Samorku. Þá fannst okkur meðal annars nauðsynlegt að leiðrétta meinlegan misskilning ráðuneytisins í fréttinni, sem við gerðum einnig beint við ráðuneytið. Því miður birtist síðan sama villan í grein umhverfisráðherrans hér í blaðinu nokkrum dögum síðar og því er rétt að halda leiðréttingunni áfram til haga. Í greininni heldur ráðherrann því fram að viðmiðunarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um magn brennisteinsvetnis í lofti miðist við bráðaáhrif. Það er rangt, í besta falli afar villandi framsetning. Mörk WHO eru þannig einn hundraðasti af því sem möguleg bráðaáhrif eru skilgreind við. Viðmiðunarmörk WHO eru 150 milligrömm í hverjum rúmmetra lofts að meðaltali á sólarhring. Bráðamörkin eru 15.000 milligrömm að meðaltali yfir 8 klukkustundir. WHO lætur einmitt almenning njóta vafans með því að setja sín viðmiðunarmörk við 1% af skilgreindum bráðamörkum. Hellisheiðarvirkjun, sem ráðherra hefur vísað til í þessu sambandi, var tekin í notkun haustið 2006. Á þeim 1.400 dögum sem liðnir eru síðan hefur brennisteinsvetni í byggð aðeins einu sinni farið yfir mörk WHO. Aðrar virkjanir, margar mun minni og fjær allri byggð, munu þurfa að sæta þessum sömu reglum með miklum tilkostnaði. Í grein sinni, um að verið sé að draga úr mengun jarðvarmavirkjana, tínir ráðherrann til að mörkin séu ennþá strangari í Finnlandi. Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. Þeir gætu því eins skilgreint þessi mörk við núll. Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera. Nú er í gildi hér á landi almenn reglugerð sem setur mörk um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu. Í stað þess að bæta brennisteinsvetni við upptalninguna í þeirri reglugerð kaus ráðherrann að setja sérstaka reglugerð um brennisteinsvetni, sem er samhljóða hinni í nær öllum atriðum. Þetta mun seint teljast góð stjórnsýsla. Hvað brennisteinsvetnið varðar kýs ráðherrann að draga mörkin við einn þriðja af WHO mörkunum, en engin fagleg rök fylgja þeirri ákvörðun. Athyglisvert er að eldri reglugerðin skilgreinir mörk brennisteinsdíoxíðs - sem gjarnan tengist bílaumferð - í lofti hér á landi liðlega sexfalt hærri en WHO mælir með.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar