Synjun gæti valdið pólitískri upplausn 4. janúar 2010 03:00 Ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um hvort hann staðfestir eða synjar lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave hefur verið beðið frá því á gamlársdag. Hér að ofan sést hann ræða við fjölmiðla eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum á gamlársdag. Fréttablaðið/Daníel Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira
Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson
Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Sjá meira