Innlent

Kaupendur eiga ákæru í vændum

Catalina var leidd fyrir dómara í gær. Fréttablaðið/Vilhelm
Catalina var leidd fyrir dómara í gær. Fréttablaðið/Vilhelm

Á annan tug meintra kaupenda vændisþjónustu á vegum Catalinu Mikue Ncogo á yfir höfði sér ákæru, þar sem slík kaup eru brot á ákvæði almennra hegningarlaga. Í ákvæðinu segir að hver sem greiði eða heiti greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári.



Gæsluvarðhald yfir Catalinu var í gær framlengt í Héraðsdómi Reykjaness til 9. febrúar til að koma í veg fyrir áframhaldandi brotastarfsemi hennar. Hún er grunuð um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi.

Lögregla hefur verið að tína hina meintu vændiskaupendur inn til yfirheyrslu að undanförnu. Fyrstu málin verða send til ákæruvaldsins í næstu viku, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Kaupendurnir greiddu um tuttugu þúsund krónur fyrir þjónustuna í hvert skipti.



Catalina og samstarfskona hennar, sem er um tvítugt, voru handteknar fimmtudaginn 3. desember. Samstarfskonan hefur verið látin laus.

Rannsókn á máli Catalinu miðar ágætlega og er farið að síga á síðari hluta hennar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×