Viðskipti innlent

Spara þrjátíu milljónir króna á jólaljósum

Orkuveitan hefur fyrir sinn reikning annast uppsetningu og umsýslu með jólaljósum í sveitarfélögum þar sem fyrirtækið dreifir rafmagni. Framvegis verður rukkað fyrir þjónustuna.Fréttablaðið/GVA
Orkuveitan hefur fyrir sinn reikning annast uppsetningu og umsýslu með jólaljósum í sveitarfélögum þar sem fyrirtækið dreifir rafmagni. Framvegis verður rukkað fyrir þjónustuna.Fréttablaðið/GVA

Orkuveitan hefur tilkynnt sveitarfélögum á á rafmagnsdreifisvæði fyrirtækis að frá og með næstu jólum muni fyrirtækið ekki sjá um jólalýsingu á sama hátt og verið hefur.

„Við munum rukka fyrir þessa þjónustu frá og með næsta ári. Sveitarfélögin hafa tekið því af skilningi,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Hann undirstrikar að fyrirtækið annast lýsinguna í ár fyrir sinn reikning eins og undanfarið. Það felist fyrst og fremst í því að lögð er til og fest upp jólalýsing og síðan hirt um hana. Þjónustan nær til þeirra svæða þar sem fyrir­tækið dreifir rafmagni. Það eru Akranes, Mosfellsbær, Reykjavík, Kópavogur og hluti af Garðabæ. Að sögn Eiríkis nemur kostnaður Orkuveitunnar vegna þessara jólaskreytinga á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir króna. Mest kosti seríurnar sjálfar og vinnan við uppsetningu þeirra. Raforkan sé hins vegar hlutfallslega aðeins lítill þáttur.

„Þetta hefur haft tilhneigingu til að vaxa, kannski að hluta til vegna þess að sveitarfélögin hafa ekki þurft að borga fyrir. En það voru þó einhver sveitarfélög sem drógu úr þessu strax í ár þannig að umfang er eitthvað minn nú en áður,“ segir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar.- gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×